laugardagur, 26. janúar 2008

Eyjar 2008

Jæja jæja, þá er fuglinn lentur í Eyjum, var svolítið tvísýnt á tímabili, ætluðum að fara í gærkvöldi en gekk ekki. Þetta er búið að vera rosalegt ferðalag, mjög gaman og ótrúlegt að koma og sýna á öllum þessum stöðum og í mismunandi rýmum. Við vonumst til að Eyjapeyjarnir standi undir nafni og flykkist á sýninguna.
Fyrst við komumst hingað þá hljóta Eyjamenn að komast í Bæjarleikhúsið!!

Sjáumst í kvöld eða á morgun, með lunda og brim! Nei bara með góða skapið.

bless að sinni.

föstudagur, 18. janúar 2008

Halló Ísafjörður

Jæja þá er það Ísfjörður um helgina.
Edinborgarhúsið kl. 20.00 á sunnudagskvöld og laugardagskvöld.. laugardagskvöld og sunnudagskvöld meinti ég.

miðasala við innganginn og á midi.is.
Hlakka mikið til.
Þetta er nú meira ævintýrið.

föstudagur, 11. janúar 2008

Egilsstaðir um helgina!!


Það er bara allt að verða vitlaust hérna, snjóar og snjóar og snjóar. Ótrúlega flott rými hér í Frystiklefanum í gamla Sláturhúsinu á Egilsstöðum og við vonum að sem flestir komi á sýninguna.. og vonum að Pálmi geti lent í kvöld þó svo það snjói svona mikið.