föstudagur, 14. desember 2007

Svartur fugl tekur flugið



Kvenfélagið Garpur, Hafnarfjarðarleikhúsið
og Flugfélag Íslands

kynna:

Svartur fugl
eftir David Harrower
í þýðingu Hávars Sigurjónssonar.

Una og Ray áttu í sambandi fyrir fimmtán árum. Þau hafa ekki séð hvort annað síðan. Nú hefur hún fundið hann á ný. Ögrandi saga um forboðna ást!

Eitt umtalaðasta leikverk síðari ára í leikstjórn Graeme Maley.

Leikarar: Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir.

Eftir frábærar viðtökur á Svörtum fugli í Hafnarfjarðarleikhúsinu á haustdögum var ákveðið, í samstarfi við Flugfélag Íslands, að fara á leikferðalag til Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Sýndar verða tvær sýningar á hverjum stað.

12. og 13. janúar kl. 20.00 í Sláturhúsinu-Menningarsetri á Egilsstöðum.

19. og 20. janúar kl. 20.00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

26. og 27. janúar kl. 20.00 í Leikhúsinu Vestmannaeyjum.


Aðstoðarleikstjórn: Gréta María Bergsdóttir.
Ljósahönnun: Garðar Borgþórsson.
Búningahönnun: Eva Vala Guðjónsdóttir.
Tónlist: Brian Docherty.
Tæknistjórnun: Arnar Ingvarsson.

Miðasala er á www.midi.is og við innganginn.
Miðaverð kr. 2900
Sýningin er um einn og hálfur tími að lengd, ekkert hlé.
Sýningin er ekki ætluð börnum innan 14 ára.

Svartur fugl er settur upp í samstarfi við SPRON, SPVF, Ísafjarðabæ, Fljótsdalshérað, Vestmannaeyjabæ, Hafnarfjarðarbæ, Landsbankann og Menntamálaráðuneytið.



Gagnrýni:
Það er ætíð heilsusamlegt að hætta hugsun sinni út fyrir þann ramma sem menning samfélagsins setur. Og það er svo sannarlega gert hér!
M.K. MBL

Eitt djarfasta leikrit síðustu ára!
Sunday Herald

Sálfræðiþriller!
Þ.E. Víðsjá

Verkið gerir nærri ómanneskjulegar kröfur til leikaranna, og þau Sólveig og Pálmi standast þær vel.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Spennandi kvöldstund og fantagott leikrit.
P.B.B. Fréttablaðið

Engin ummæli: