fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Umræður eftir sýningu á Svörtum fugli í Hafnarfjarðarleikhúsinu 10. nóvember.

Laugardagskvöldið næstkomandi, 10. nóvember, verða umræður eftir sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Rætt verður um verkið og þær spurningar sem vakna hjá áhorfendum um það viðkvæma málefni sem verkið fjallar um, forboðið samband fertugs manns og 12 ára gamallar stúlku.

Katrín Jakobsdóttir stjórnar umræðum og munu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndunarstofu, Sigríður Björnsdóttir frá Blátt áfram og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur taka þátt í umræðunum ásamt leikurum og leikstjóra.

Þýðandi er Hávar Sigurjónsson og leikarar eru Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Leikstjóri er Graeme Maley, leikhússtjóri The New Works í Bretlandi.

Næstu sýningar:

Laugardaginn 10. nóvember kl. 20
Föstudaginn 16. Nóvember kl. 20


Síðustu sýningar!!!

Sýningin er um ein og hálf klukkustund, ekkert hlé.
Sýningin er ekki ætluð börnum undir 14 ára aldri.
Ekki er hægt að hleypa inn í sal eftir að sýningin hefst!

Verðlaunaverk sem enginn má missa af!!

www.hhh.is
www.midi.is
miðasölusími: 555 2222

Þetta er mergjað verk, afar vel hugsað, byggt og samið.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Sálfræðiþriller!
Þ.E. Víðsjá

Verkið gerir nærri ómanneskjulegar kröfur til leikaranna, og þau Sólveig og Pálmi standast þær vel.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Spennandi kvöldstund og fantagott leikrit.
P.B.B. Fréttablaðið

Svartur fugl er sýndur á stóra sviði Hafnarfjarðarleikhússins og þangað skulið þið fara til að sjá hann.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Engin ummæli: