þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Svartur fugl eftir David Harrower

Nýjasta verkefni Kvenfélagsins Garps er leikritið Svartur fugl eftir David Harrower.

Dómar um bresku uppsetningu verksins:

‘Scorching performances – raw and passionate, but fiercely controlled; unsentimental, but deeply, deeply felt - that will burn into your memory’
Sunday Times – CRITICS’ CHOICE *****

‘A SMASH HIT! The most stimulating, provocative and gripping night in town…
IT’S NOT TO BE MISSED’
Sunday Express *****

‘An unmissable image of obsessive love’
Observer – CRITICS’ CHOICE

‘Harrower’s drama positively explodes with unresolved, and possibly irresolvable, concerns… his brooding ambiguity and his dry, resonating poetry culminate in one of the most daring new plays of recent years’
Sunday Herald *****






Svartur fugl fjallar um Unu og Ray, sem áttu í sambandi fyrir fimmtán árum. Þau hafa ekki séð hvort annað síðan. Nú hefur hún fundið hann á ný.

Svartur fugl eða Blackbird er eitt umtalaðasta leikverk sem komið hefur frá Bretlandi á síðustu árum. Það var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni árið 2005 og hlaut Laurence Olivier verðlaunin nú í ár sem besta nýja verkið.
Við í Kvenfélaginu Garpi keyptum réttinn á verkinu eftir að hafa séð það í Bretlandi og ætlum að frumsýna það í Hafnarfjarðarleikhúsinu í byrjun október 2007. Leikstjóri er Graeme Maley leikhússtjóri The New Works í Bretlandi. Hávar Sigurjónsson þýðir og tónlist verður í höndum Brians Docherthy frá Skotlandi. Sólveig Guðmundsdóttir leikur Unu og verið er að ganga frá ráðningu karlleikara um þessar mundir. Fylgist með!!!

Myndir fra Gunnlaðar sögu 2006


Leikdomar

Úr leikdómi um Riddara Hringborðsins:
Leikhópurinn er stjarna sýningarinnar og það er ekki oft sem þessi vinnubrögð eru viðhöfð á jafn afgerandi hátt í íslensku atvinnuleikhúsi en skilar hér eftirminnilegum atriðum í minnisbankann og aðdáunarvert hvað hópurinn kemst langt með stílinn þrátt fyrir að vera svona nýr af nálinni. Fullt af spurningum hafa þær náð að kveikja, um karl-og kvenleika, um stríð og vald og um möguleika leikhússins til að gera sig gildandi í samfélagumræðunni.
Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðinu.

Úr leikdómi um Kaktusmjólk:
Það er þor og kraftur í þessum ungu leikkonum. Ungir fullhugar í leiklistinni að láta rödd sína heyrast .... Ég fyllist bjartsýni fyrir hönd leiklistarinnar... og vona að þessar leikkonur eigi eftir að sjást og heyrast á íslensku leiksviði.
Valgeir Skagfjörð, Fréttablaðinu.

Úr leikdómi um Gunnlaðar sögu:
Hér er svo um munar sýnt hvað er hægt að gera í leikhúsi. Hér hefur tekist... að koma flóknu og marglaga skáldverki til skila í myndum, ljósi, skuggum, hughrifum og formum, frekar en orðum. Og það segir ýmislegt um mátt leiklistarinnar. Sem sagt
1-0 fyrir leiklistinni.
Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá.