þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Leikdomar

Úr leikdómi um Riddara Hringborðsins:
Leikhópurinn er stjarna sýningarinnar og það er ekki oft sem þessi vinnubrögð eru viðhöfð á jafn afgerandi hátt í íslensku atvinnuleikhúsi en skilar hér eftirminnilegum atriðum í minnisbankann og aðdáunarvert hvað hópurinn kemst langt með stílinn þrátt fyrir að vera svona nýr af nálinni. Fullt af spurningum hafa þær náð að kveikja, um karl-og kvenleika, um stríð og vald og um möguleika leikhússins til að gera sig gildandi í samfélagumræðunni.
Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðinu.

Úr leikdómi um Kaktusmjólk:
Það er þor og kraftur í þessum ungu leikkonum. Ungir fullhugar í leiklistinni að láta rödd sína heyrast .... Ég fyllist bjartsýni fyrir hönd leiklistarinnar... og vona að þessar leikkonur eigi eftir að sjást og heyrast á íslensku leiksviði.
Valgeir Skagfjörð, Fréttablaðinu.

Úr leikdómi um Gunnlaðar sögu:
Hér er svo um munar sýnt hvað er hægt að gera í leikhúsi. Hér hefur tekist... að koma flóknu og marglaga skáldverki til skila í myndum, ljósi, skuggum, hughrifum og formum, frekar en orðum. Og það segir ýmislegt um mátt leiklistarinnar. Sem sagt
1-0 fyrir leiklistinni.
Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá.

Engin ummæli: